Um okkur

Við erum Denise & Kaja, vinkonur sem höfum gert allt frá því að búa saman, ferðast um heiminn saman yfir í að skipuleggja brúðkaup saman, allt jafn skemmtilegt

Það er eitthvað svo geggjað við að fá að taka þátt í og skipuleggja þennan frábæra dag með pörum ✨

Við tökum að okkur allt frá brúðkaupsráðgjöf yfir í stuðning í gegnum allt ferlið frá A-Ö

Denise

Denise ólst upp sem Vesturbæjarmær en sem samkvæmisdansari hefur hún ferðast um heiminn og búið meðal annars í Hong Kong að elta drauminn. Hún hefur stærstan hluta ferils síns starfað sem dansari og danskennari.

Hún er jákvæð, skipulögð, vinnur vel undir álagi og hefur einstakan hæfileika til að framkvæma margt á skömmum tíma!

Kaja

Kaja er úr Kópavogi en orðin dolfallin Vesturbæingur. Hún er Viðskiptafræðingur sem fór úr því að vinna í gagnagreiningu í Þýskalandi, Kín og Hong Kong yfir í að læra viðburðastjórnun og innanhúshönnun í London.

Hún er drífandi, með gott auga fyrir smáatriðum og hefur lag á að nýta sköpunargáfu sína til að skipuleggja viðburði sem skilja eftir sig varanlegar minningar!

Við erum alltaf til í að spjalla og kynnnast ykkur betur, ekki hika við að heyra í okkur